Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps býður á æfingu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
28.12.2017
kl. 11.43
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur átt viðburðaríkt ár og bar þar að sjálfsögðu hæst þátttaka kórsins í keppninni Kórar Íslands þar sem hann hampaði fyrsta sætinu. Kórmeðlimir vilja nú þakka fyrir þann mikla stuðning sem þeir fengu í keppninni og ætla að hafa opna æfingu á léttum nótum í Félagsheimili Blönduóss í kvöld klukkan 20:30. Þangað eru allir velkomnir sem tök hafa á að mæta og er frítt inn en húsið verður með léttar veitingar til sölu. Það er örugglega óhætt að lofa góðri kvöldstund á Blönduósi.