Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í Kórum Íslands á sunnudagskvöldið

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Mynd af Facebooksíðu kórsins.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Mynd af Facebooksíðu kórsins.

Á sunnudagskvöldið tekur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps þátt í seinni undanúrslitaþættinum í Kórum Íslands sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Kórinn kom fram í þriðja þættinum sem sýndur var í beinni útsendingu sunnudagskvöldið 8. október og flutti lagið Í fjarlægð undir stjórn Skarphéðins Einarssonar. Flutningurinn vakti lukku og skilaði kórnum áfram í undanúrslitin í símakosningu. Kórinn er einn fárra kóra af landsbyggðinni sem tekur þátt í keppninni.

Á Facebook síðu kórsins er þakkað fyrir dyggan stuðning í forkeppninni og vonast kórfélagar eftir áframhaldandi stuðningi á sunnudaginn, 5. nóvember. Útsending hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 og er númer kórsins 900-9001.

Skemmtilega umfjöllun um kórinn og frammistöðu hans í þættinum þann 8. október má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir