Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í úrslitin
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.11.2017
kl. 11.02
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi þegar hann tók þátt í seinni undanúrslitaþætti Kóra Íslands á Stöð 2 og söng sig til þátttöku í úrslitaþættinum. Kórinn söng lagið Gæfa hestamannsins sem er eftir stjórnanda kórsins, Skarphéðin Einarsson, við texta Benedikts Blöndals Lárussonar og stóð sig með slíkum ágætum að þjóðin kaus hann áfram í úrslitin í símakosningunni.
Þess má geta að kórinn er nú eini fulltrúi landsbyggðarinnar í keppninni. Feykir óskar kórnum til hamingju með árangurinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.