Karlmenn fundust til að leika
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
21.09.2010
kl. 09.09
Fréttir þess efnis að Leikfélag Sauðárkróks sárvantaði þrjá karlmenn til að taka þátt í uppfærslu félagsins á leikritinu Jóni Oddi og Jóni Bjarna bar árangur því þeir mættu á fund félagsins í gær og buðu fram krafta sína.
Að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur formanns LS verður því haldið áfram með leikritið og allt sett á fullt skrið. Stjórn LS stóð frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvað gera skyldi ef ekki tækist að manna verkið og stóð jafnvel til að skipta um leikrit en nú verður haldið áfram þar sem frá var haldið og stefnt á frumsýningu 31. október næstkomandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.