Kennarafélag FNV styður tónlistarkennara
feykir.is
Skagafjörður
31.10.2014
kl. 10.57
Kennarafélag FNV samþykkti á fundi sínum 29. október síðastliðinn ályktun til stuðnings tónlistarkennurum og stjórnendum tónlistarskóla, en verkfall þeirra hófst fyrir rúmri viku. Ályktunin hljóðar svo:
Aðalfundur Kennarafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem haldinn var 29. október 2014, lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu tónlistarskólakennara og stjórnenda tónlistarskóla.