Keramik hönnun til sýnis í HSB

Keramiksýning stendur nú yfir í móttökusal Heilsugæslustöðvarinnar á Blönduósi. Sýningin var opnuð þann 22. ágúst og er eigandi keramik verkana Þórdís Baldursdóttir leirlistakona og hjúkrunarfræðingur.

Þórdís er búsett á Blönduósi og starfar sem hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnunina. Fram kemur á vefsíðunni huni.is að Þórdís lærði keramik í Tækniskólanum og fór síðan í svokallaða Mótun, sem er sérhæft keramiknám til tveggja ára í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Árið 2011 lauk hún BA prófi í keramiki við Háskólann í Cumbria í Bretlandi.

Lokaverkefni hennar við Háskólann í Cumbria var að kanna hvað væri til af borðbúnaði fyrir hreyfihamlað fólk sem þarf á stuðningaáhöldum að halda. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að sá borðbúnaður sem er fyrir hendi, og er til notkunnar inni á stofnunum, eru fremur klunnaleg og líkjast helst barnaáhöldum. Í framhaldi af því fór hún af stað með að hanna keramiklínu með alla eiginleika stuðningsáhalda en eru jafnframt nýtískulegur borðbúnaður.

Keramiklínur hennar kallast Alda og Skafl og eru handunnar úr postulíni. Borðbúnaðurinn er ætlaður þeim sem þurfa á stuðningáhöldum að halda en hafa einnig gaman af nútímalegri hönnun.

Þessi keramik verk voru til sýnis í New Designers 2011 sýningunni, sem var í London í júní og eru nú til sýnis í móttökusal HSB næstu þrjár vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir