Kiwanis gefur hjálma
Nú í morgun stóðu félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði fyrir sinni árlegu hjálmaafhendingu til barna í fyrsta bekk grunnskólanna í firðinum hjálm að gjöf
.
Ólafur Jónsson sagði við upphaf afhendingarinnar að hjálmarnir sem alla jafna væru merktir Kiwanisklúbbnum og Eimskipi væru það ekki að þessu sinni þar sem þeirra væri ekki von til landsins fyrr en skólahaldi væri lokið í sumar og var því brugðið á það ráð að panta aðra. Eftir að krakkarnir höfðu fengið hjálmana í hendur var boðið upp á pylsur og svala áður en farið var á hjólin.