Kjóllinn hennar Grýlu
Leiklistarval unglingadeildar Varmahlíðarskóla hefur undanfarið æft jólaleikritið Kjóllinn hennar Grýlu. Þrjár sýningar eru fyrirhugaðar á leikritinu en höfundur þess er Þórvör Embla Guðmundsdóttir. Frumsýning verður á leikskólanum Birkilundi á morgun, þriðjudag.
Á miðvikudag fer svo hópurinn með verkið í Árskóla og síðan verður lokasýningin á litlu-jólunum í Varmahlíðarskóla á fimmtudaginn.
