Kjördæmismót i skólaskák
Í gær fór fram Kjördæmismót í skólaskák á Norðurlandi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Keppendur voru fimm, tveir í eldri flokki og þrír í yngri flokki. Elvar Már Valsson í Húnavallaskóla varð sigurvegari með fjóra vinninga af fjórum mögulegum og í öðru sæti varð Ester María Eiríksdóttir í Grunnskólanum austan Vatna með þrjá vinninga en hún varð jafnframt efst í eldri flokki. Unnu þau sér þátttökurétt á Landsmóti í skólaskák.
Í þriðja sæti varð Auður Ragna Þorbjarnardóttir með tvo vinninga, Mikael Máni Jónsson varð í fjórða sæti með einn vinning og loks Björn Jökull Bjarkason í fimmta sæti. Þau eru öll nemendur í Grunnskólanum austan Vatna.