Kjördeildin að Hólum opnar klukkan 10 á kjördag
Sú villa slæddist með í auglýsingu um skipan kjördeilda í Skagafirði í síðasta Feyki að kjördeildin í Grunnskólanum að Hólum opnaði klukkan 12:00 á kjördag 27. apríl. Þetta er ekki rétt því opnað verður klukkan 10:00.
Undanfarnar kosningar hefur kjördeildin verið opnuð klukkan 12:00 en Haraldur Jóhannsson formaður kjörstjórnar að Hólum segir að fólk hafi viljað breytingar og geta átt kost á að kjósa fyrr. Þetta sé gert til að koma til móts við þá eftirspurn en á móti megi þá búast við að lokað verði fyrr, jafnvel um klukkan 18:00.

