Körfuboltafjör á Skagaströnd á laugardag
Það er ekki bara á Króknum sem verður spilaður körfubolti um helgina hér á Norðurlandi vestra. Í dag og á morgun munu þrjú li,ð sem taka þátt í 1. deild karla í vetur, leiða saman hesta sína og spila þrjá æfingaleiki í íþróttahúsi Skagastrandar. Milli leikja á morgun verður boðið upp á körfuboltafjör fyrir unga iðkendur og auk Skagstrendinga er áhugasömum á Blönduósi og í nágrenni Skagastrandar velkomið að mæta.
Samkvæmt upplýsingum Feykis voru Fjölnismenn úr Grafarvogi að leita að stað til að æfa og spila leiki eina helgi. Auk Fjölnis mæta lið Snæfells frá Stykkishólmi og Þórs frá Akureyri á Skagaströnd, gista þar og spila þrjá leiki innbyrðis. Fyrsti leikurinn verður í kvöld kl. 19:30 en þá mætast Fjölnir og Snæfell.
Tveir leikir verða síðan spilaðir á morgun, laugardaginn 20. september, sá fyrri kl. 12 og sá síðari kl. 17.
19. september kl. 19:30 / Fjölnir-Umf. Snæfell
20. september kl. 12:00 / Þór-Umf. Snæfell
20. september kl. 17:00 / Fjölnir-Þór
Leikmenn Fjölnis og Snæfells bjóða síðan upp á körfuboltafjör – námskeið milli leikja á morgun, laugardag, þar sem ungum og áhugasömum körfuboltakrökkum býðst að mæta.
1.-5. bekkur kl. 14:00-15:00
6.-10. bekkur kl. 15:00-16:00
Ekki eru áhorfendapallar í íþróttahúsinu á Skagaströnd en Arnar í íþróttahúsinu sagði að gestum væri velkomið að kíkja á leikina.
