Körfuboltastarf yngri flokkanna hefst í dag

Keppnistímabil körfuboltafólks hjá Tindastól hefst formlega í dag 1. september, þegar æfingar hefjast í þeim yngri flokkum sem þátt taka í Íslandsmótinu, en þeir verða níu talsins og hafa ekki verið svo margir um árabil.

Um er að ræða Stúlknaflokk, 9. flokk stúlkna, 7. flokk stúlkna, Minnibolta stúlkna (5.-6.bekk), drengjaflokk, 10. flokk drengja, 9. flokk drengja, 8. flokk drengja og 7. flokk drengja (6.-7.bekk).

Æfingar hjá öðrum flokkum, minnibolta hjá drengjum og stúlkum, auk míkróboltans, hefjast aðeins síðar og verður það nánar kynnt á næstunni.

Á laugardaginn ætlar körfuknattleiksdeildin síðan að vera með Septemberhátíð, þar sem iðkendur og foreldrar þeirra koma saman og leika sér og gæða sér á úrvals grilluðum pylsum. Fjörið stendur á milli kl. 13 og 15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir