Kosningabragur á Feyki þessa vikuna

Feykir vikunnar er stútfullur af fjölbreyttu efni eins og ævinlega en honum er nú dreift inn á öll heimili á Blönduósi og Húnavatnshreppi í tilefni sameiningarkosninga sem fram fara þann 19. febrúar. Að viku liðinni verður sjónum blaðsins beint að sameiningaráformum í Skagafirði. Meðal efnis, auk fastra þátta, eru ítarlegar upplýsingar frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Húnavatnssýslu, fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga þar sem fjallað er um skráningu torfhúsa í Skagafirði og Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga segir okkur hvað hún er með á prjónunum.

Þá eru stór tímamót hjá Guðmundi Valtýssyni sem setti sinn 800. vísnaþátt í blaðið og síðasti hluti upprifjunar síðasta árs er einnig á sínum stað líkt og fréttir, afþreying og mataruppskriftir.

Hægt er að gerast áskrifandi á einfaldan hátt en þrjár áskriftarleiðir eru í boði: Í fyrsta lagi að fá blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is. Í annan stað rafrænan aðgang að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is. og í þriðja lagi rafrænn aðgangur að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inni á feykir.is.

Áhugasömum er bent á að áður en til áskriftar kemur þarf að stofna aðgang sem gildir fyrir hvern og einn.

Nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir