KS tekur Teyg af markaði og hættir samstarfi við Arnar Grant

Algjör forsendubrestur í samstarfinu. MYND AF NETINU
Algjör forsendubrestur í samstarfinu. MYND AF NETINU

Stundin sagði frá því í gær að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtapróteindrykkinn Teyg úr sölu og hætta framleiðslu hans. Einnig mun KS slíta samstarfi við Arnar Grant sem þróaði drykkinn í samstarfi við fyrirtækið ásamt Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni. Er þetta gert eftir að Vítalía Lazareva greindi frá brotum Arnars og félaga gegn sér en segja má að þjóðin hafi agndofa fylgst með umfjöllun af því máli sem komst í hámæli í síðustu viku.

„Þetta verður bara tekið úr sölu með öllu. Það tekur nokkra daga, við erum hættir að selja Teyg og hættir að dreifa vörunni, við erum að tæma hillur, við erum búin að loka Facebook-síðunni og Instagram-síðunni fyrir þessa vöru og erum að kúpla okkur algjörlega út úr þessu,“ segir Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags KS sem framleiðir drykkinn.

Fram kemur í fréttinni að Kaupfélag Skagfirðinga á vörumerkið Teyg að fullu en samstarfið við Arnar og Ívar fólst í þróun og markaðssetningu á vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ hefur Stundin eftir Magnúsi.

Ítarlega er fjallað um málið í frétt Stundarinnar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir