Kvennahlaupið verður á sunnudaginn
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram næsta sunnudag, þann 18. júní, og verður hlaupið á fjölmörgum stöðum á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á níu stöðum á Norðurlandi vestra. Þeir eru:
Hofsós Sundlaugin Hofsósi kl. 11:00.
Hólar Hólaskóli kl. 10:30.
Sauðárkrókur Sundlaug Sauðárkróks kl. 11:00.
Varmahlíð Sundlaugin Varmahlíð kl. 11:00.
Blönduós Íþróttamiðstöðin á Blönduósi kl. 18:00 (19. júní).
Hvammstangi Íþróttamiðstöðin Hvammstanga kl. 11:00.
Borðeyri Tangahúsið á Borðeyri kl. 13:00.
Þátttökugjald fyrir 12 ára og yngri er 1.000 kr. og fyrir 13 ára og eldri kr. 2.000,- Innifalinn er bolur og verðlaunapeningur.
Kvennahlaupið var fyrst haldið árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Var þá hlaupið á sjö stöðum á landinu og var þátttakan í þessu fyrsta hlaupi um 7.000 konur. Nú taka árlega um 16.000 konur þátt í hlaupinu á 90 stöðum hér á landi og á 16 stöðum erlendis. Dagsetning hlaupsins er sem næst kvenréttindadeginum sem er 19. júní.
Á heimasíðu Kvennahlaupsins segir svo: „Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs.“
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um kvennahlaupið hér.