Kvennatölt Norðurlands á skírdag
Kvennatölt Norðurlands fer fram í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki á skírdag, fimmtudaginn 28. mars. Keppt verður í þremur flokkum; opinn flokkur, minna vanar og 21 árs og yngri. Húsið er opnað kl. 17:00 með spennandi sýningu sem enginn má missa af, segir í auglýsingu í nýjasta eintaki Sjónhornsins.
Skráningu lýkur í dag, þriðjudaginn 26. mars, í netfangið fritz@mi.is. Láta skal fylgja upplýsingar um uppá hvora hönd er riðið. Skráningargjald er 1500 kr.
Miðaverð er 1000 kr. og hefst keppnin kl. 18:00.
Að keppni lokinni verður skrall í anddyri reiðhallarinnar. Einnig verður hægt að kaupa gúllassúpu og léttar veigar í anddyri.
