Kvöldstund með Helga Björns

Hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson fagnar 30 ára söngafmæli um þessar mundir, en það eru 30 ár síðan fyrsta hljómplatan kom út með þessum ástsæla söngvara. Hann heldur tónleika á Kaffi Krók laugardaginn 4. október.

Helgi ætlar að fagna þessum tímamótum með 30 tónleikum víðsvegar um landið undirheitinu Kvöldstund með Helga Björns, þar sem hann mun rifja upp ferilinn í tali og tónum, segja frá tilurð laganna, rifja upp einhverjar rokksögur og taka fram gamlar poppflíkur og nokkur góð dansspor. Helgi hefur verið í hljómsveitum á borð við Grafík, Síðan Skein Sól, Reiðmönnum Vindanna og undir eigin nafni.

Fleiri fréttir