Lækkun styrkja til menningarmála mótmælt
Bæjarráð Blönduósbæjar tók á fundi sínum í vikunni undir bókun stjórnar SSNV þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með boðuðum niðurskurði ríkisins til Menningarsamnings Norðurlands vestra.
Er í bókun bent á að niðurskurður til samningsins nemur 27% frá árinu 2008. Þá telur stjórnin ófullnægjandi forsendur fyrir þeim stuðlum sem liggja að baki útreiknuðum framlögum mennta-og menningarmálaráðuneytisins til menningarsamninga landshlutanna og gagnrýnir harðlega val á þeim þáttum sem lagðir eru til grundvallar. Stjórnin bendir á að áður voru ekki síst, hagvaxtar og fólksfjöldaþróun lögð til grundvallar skiptingu fjárveitinga sem eru að mati stjórnar mun eðlilegri viðmið en stærð afrétta eða fjarlægð frá höfuðborg svo dæmi sé tekið“