Láta ekki sitt né annarra eftir liggja

Hundaeigandi á Sauðárkróki sem var á rölti við gömlu grjótnámuna austan við Vesturós Héraðsvatna lét varaformann skotfélagsins Ósmanns, Jón Kristjánsson, vita af því að þar væri talsvert af tómun skothylkjum og annar sóðaskapur eftir skotmenn.  Í kjölfarið ákváðu nokkrir úr Ósmann að fara og hreinsa þetta upp. -Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá, segir Jón.

Formaðurinn Jón Pálmason tínir upp tóm skothylki sem einhverjir hafa skilið eftir sig. Mynd: Ósmann

-Við hér í Skagafirði eigum eitt flottasta skotsvæði landsins og ættum heldur að nýta okkur það en vera með svona sóðaskap. Nú í upphafi rjúpna tímabils er átak Skotvíss í gangi um að láta ekki sitt eftir liggja og að taka tóm skothylki með til byggða, og er hægt skila þeim til Olís. Þess vegna viljum við minna á að að góðir skotmenn skilja ekki annað eftir sig í náttúrunni en sporin sín, segir Jón.

Láttu ekki þitt eftir liggja. Mynd: Ósmann

Fleiri fréttir