Leikfélagið setur upp Línu langsokk

Fyrsti fundur Leikfélags Sauðárkróks fyrir verkefni haustsins verður haldinn í Leikborg, Borgarflöt 19 D,  í kvöld kl. 20. Stefnt er að því að setja upp leikritið um hina uppátækjasömu stelpu, Línu langsokk á Sjónarhóli. Félagið hvetur alla þá sem áhuga hafa að starfa við sýninguna að mæta en ýmis verkefni, innan sviðs sem utan,  þarf að sinna við uppfærslu sem þessa.

„Þau sem hafa áhuga á að vera með en komast ekki á fund mega endilega hafa samband við mig fyrir fund í síma 862 5771,“ segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, formaður LS.

Hún segist þurfa stóran hóp til að manna allar stöður svo hún hvetur fólk til að koma en tekur fram að aldurtakmark miðast við 10. bekk. Búið er að ráða Pétur Guðjónsson sem leikstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir