Léttfetafélagar keppa í kvöld og morgun

Félagsmót Léttfeta árið 2010 fer fram á morgun laugardag og hefst klukkan 12:30 á A.-flokki gæðinga. Úrslitin hefjast kl. 16 og mótinu lýkur á Opinni keppni í 100 m. skeiði. Firmakeppnin í kvöld.

Firmakeppni Léttfeta fer fram í kvöld 20. júlí og er skráning  í Tjarnarbæ milli kl. 18:00 – 19:00 en keppni hefst kl 19:30   Keppt verður í:  Barnaflokki  (13 ára á árinu og yngri), Unglingaflokki (14 – 17  ára á árinu), Ungmennaflokki (18 -21 ára á árinu), Kvennaflokki og Karlaflokki.

  • Dagskrá félagsmóts Léttfeta laugardaginn 21. ágúst:
  • A.-flokkur (hefst kl. 12:30)
  • Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Ungmennaflokkur
  • B.-flokkur
  • Kaffihlé         
  •  
  • Úrslit:  Ungmennaflokkur (kl.16:00)
  • Unglingaflokkur (kl.16:30)
  • Barnaflokkur (kl.17:00)
  • B.-flokkur (kl.17:30)
  • A.-flokkur (kl. 18:00)
  •  
  • Opin skeið:     100 m. skeið (kl.19:10)

 

Firmakeppni og félagsmót Léttfeta fer alla jafna fram snemma sumars en vegna hestapestarinnar var því frestað fram að þessum tíma. Þótti heppilegt að halda það nú samhliða SveitaSælu sem fram fer á morgun í reiðhöllinni Svaðastöðum og er liður í þeirri hátíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir