Léttur sigur á Létti
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.08.2010
kl. 13.58
Tindastóll sigraði Létti örugglega á gervigrasvelli ÍR síðastliðið fimmtudagskvöld. Markaskorarar okkar voru: Guðni með tvö mörk, Ingvi Hrannar með eitt, Atli eitt og Arnar Skúli eitt. Tindastóll var mikið mun betra liðið og sigurinn sanngjarn.
Á Tindastólsvefnum segir að Bjarki Már og Árni Arnarson telji sig hafa átt mjög góðan leik og verið yfirburðamenn á vellinum og mun Feykir.is ekki draga það í efa.
Tindastóll á aðeins einn leik eftir í riðlinum áður en úrslitakeppnin hefst og er ljóst að stefnan er tekin á næstu deild og segjum við því, áfram Tindastóll.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.