Lífshlaupið hófst í morgun

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Reykjanesbæ. Um er að ræða árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Allir geta skráð sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is.
Það höfðar til allra landsmanna með það að markmiði að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað eða í sínum skóla.