Lítill söngfugl - krúttmyndband

Hún Aníta Rún Indriðadóttir, sem er aðeins þriggja og hálfs árs gömul, sprengdi alla krúttskala þegar móðir hennar birti þetta skemmtilega myndband(sjá neðar í frétt) af henni syngja frumsamið lag á Facebook síðunni sinni um daginn. Myndbandið vakti mikla lukku enda ekki furða því hún Aníta virðist vera með alla taktana á hreinu og á vonandi eftir að halda áfram á þessari braut í framtíðinni.

Foreldrar hennar Anítu eru þau Laufey Kristín Skúladóttir, starfar sem markaðs og sölustjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki, ættuð úr Hrútafirðinum og skagfirðingurinn Indriði Þór Einarsson, starfar sem sviðstjóri Veitu og framkvæmdarsviðs hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. 

 

 

Fleiri fréttir