Ljósið sennilega Chinese lantern

Frétt okkar í gær um torkennilegt ljós í Skagafirði vöktu mikil viðbrögð en sagt var frá málinu á Mbl.is. Hafa margir haft samband og telja sig vita hvað er um að vera. Þó ýmsar skýringar hafi komið fram er einna líklegast að þarna sé á ferðinni heimatilbúið fyrirbæri.

 

Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélagsins og ritstjóri Stjörnufræðivefsins bloggaði um fréttina á Mbl.is og segir að hér sé að öllum líkindum um að ræða ljósker sem kallast á ensku „Chinese lantern“.  -Þessi ljósker gefa frá sér appelsíngult ljós því innan í þeim er logandi kerti. Kertið hitar loftið svo ljóskerið svífur um himininn en það er vitaskuld háð vindi hversu hratt þau ferðast og í hvaða átt. Þau eru einnig nokkuð björt og geta sést frekar víða. Þessi ljósker njóta vaxandi vinsælda á Íslandi en þau hef ég margoft séð á himni erlendis. Og lýsingin kemur heim og saman við það, segir Sævar Helgi og bendir á meðfylgjandi myndband á YouTube lesendum til glöggvunar.

Feykir fékk ábendingar um að svipuð ljós hefðu sést í Hveragerði og í Mosfellsbæ. Þá er bara að biðja þá sem hugsanlega hafa verið að verki að gera vart við sig svo fylgjast megi með aðferðum þeirra og birta hér á Feyki.is

 

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=eKE-1Yr2LoI

Fleiri fréttir