Mynd tekin af Facebook-síðu Lögreglunar á Norðurlandi vestra
Á Facebook-síðu Lögreglunar á Norðurlandi vestra er fólki bent á að snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur er á flestöllum leiðum á Norðurlandi vestra og fylgir því slæmt skyggni nokkuð víða. Mikilvægt er að kanna veður og færð áður en lagt er af stað í umsæminu. Þá benta þau á að hægt er að fá upplýsingar um veður og færð á umferð.is
feykir.is
Skagafjörður, Í matinn er þetta helst, Lokað efni 02.11.2025
kl. 09.17 siggag@nyprent.is
Matgæðingar vikunnar í tbl. 28 voru María Einarsdóttir og Jóhann Ingi Haraldsson í Ásgeirsbrekku í Skagafirði. María er ættuð frá Vindheimum en uppalin í Garðabæ en Jóhann Ingi er frá Enni. „Við eigum alltaf eitthvað gourmet kjöt í kistunni og eldum flesta daga. Við höfum bæði nokkuð gaman af eldamennsku en notum sjaldnast uppskriftir, yfirleitt er þetta eitthvað samsull af því sem til er hverju sinni. En gott að styðjast við góðar uppskriftir þegar eitthvað stendur til. Nautakjöt er í uppáhaldi hjá okkur báðum, það jafnast ekkert á við góða nautasteik.“
feykir.is
Skagafjörður, Tón-Lystin, Lokað efni 01.11.2025
kl. 11.00 gunnhildur@feykir.is
Ragnheiður Petra Óladóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki dóttir Þórhildar og Óla Péturs Bolla. Petra er fædd árið 1996 og man ekki hvenær hún byrjaði að syngja en trúði því meira að segja lengi vel að hún gæti ekki sungið.
feykir.is
Skagafjörður, Í matinn er þetta helst, Lokað efni 01.11.2025
kl. 09.03 siggag@nyprent.is
Matgæðingar vikunnar í tbl. 27 voru fornleifafræðingarnir Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, og Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra. Þegar þessi þáttur fór í birtingu í blaðinu voru þau stödd erlendis í sumarfríi og var því ákveðið að vera á alþjóðlegu nótunum hvað varðar uppskriftir. „Við fjölskyldan erum afar hrifin af fersku kóríander, þessar uppskriftir henta því ekki þeim sem eru með hið svokallaða sápugen, þ.e. þeim sem finnst kóríander smakkast eins og sápa,“ segja Berglind og Gummi.
Líf Valbjargar Pálmarsdóttur tók sannkallaða U- beygju fyrir ári síðan þegar hún greindist með brjóstakrabbamein á þriðja stigi. Valbjörg, sem alltaf er kölluð Abba, er fædd árið 1973 og alin upp í fallegu sveitinni sinni, á bænum Egg í Hegranesi, með foreldrum og systkinum. Abba býr í dag á Sauðárkróki og á börnin þrjú, þau Maríu Ósk, Berglindi Björgu og Þórð Pálmar. Abba útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2001 og starfar sem deildarstjóri á leikskólanum Ársölum. Í tilefni af bleikum október segir Abba okkur einlæga og persónulega sögu sína, við gefum Öbbu orðið.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 01.11.2025
kl. 02.34 oli@feykir.is
Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í fimmtu umferð Bónus deildarinnar í gærkvöldi og var leikið í Síkinu. Lengi vel leit út fyrir að Stólarnir ætluðu hálfpartinn að niðurlægja Íslandsmeistarana og snemma í síðari hálfleik var munurinn orðinn 27 stig. En þá snérist leikurinn við, Stjörnumenn spyrntu við fótum og höndum og skyndilega komust Stólarnir varla lönd né strönd í sókninni og gestirnir tættu forskotið niður. Þeir komust yfir þegar tvær sekúndur voru eftir og virtust ætla að ræna stigunum. Síðasta orðið átti þó Arnar Björnsson sem gestirnir brutu klaufalega á þegar sekúnda var eftir og vítin setti höfðinginn niður af öryggi. Lokatölur 96-94 og hátíð í bæ.
Við minntumst þess á dögunum að hálf öld var liðin frá því að efnahagslögsaga Íslands var færð út í 200 mílur af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undir forystu Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra réttilega í grein sem hún ritaði á Vísi vegna tímamótanna.
Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Reynir Snær Magnússon fæddist árið 1993, alinn upp á Sauðárkróki af Aðalheiði Reynisdóttur og Magnúsi Ingvarssyni. Hljóðfærið hans er gítar. Spurður um helstu tónlistarafrek svarar hann: „Ég er nú ekki viss hvað er vert að nefna nema kannski Músíktilraunir 2012. Var þar valinn Gítarleikari Músíktilrauna sem gaf mér mikið spark til að leggja þann metnað í gítarleik sem ég geri í dag.“ Reynir býr nú í Reykjavík en er i jazzgítarnámi i Tónlistarskóla Garðabæjar og stefnir á miðpróf i vor. „Ég er að spila i nokkrum böndum en helst mætti nefna Körrent, sem spilar frekar rokkslegið popp, og Prime Cake sem er "instrumental" fusion kvartet. Svo að sjálfsögðu er ég í alskagfirsku ballsveitinni Hljómsveit kvöldsins.“