Lokatónleikar á föstudag
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
19.05.2010
kl. 09.32
Lokatónleikar og skólaslit Tónlistaskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2009 - 2010 munu verða í Miðgarði Varmahlíð föstudaginn 21. maí kl. 17
Þeim nemendum sem skarað hafa fram úr í tónlistarnámi verða veitt verðlaun úr minningarsjóðum Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur frá Syðra-Vallholti og Jóns Björnssonar frá Hafsteinsstöðum.
Auk afhendingu prófskírteina munu hljómsveitir skólans af hinum ýmsu stærðum og gerðum flytja bráðskemmtilega tónlist.
Innritun fyrir næsta skólaár fer fram í ágúst og verður þá tekið upp nýtt innritunarkerfi í gegnum “Íbúagátt” sveitafélagsins.