Lóuþrælar á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
22.04.2017
kl. 09.38
Karlakórinn Lóuþrælar mun stíga á stokk og syngja í Blönduóskirkju nk. mánudag 24. apríl kl. 21:00. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikur: Elinborg Sigurgeirsdóttir, píanó Ellinore Andersson, fiðla og einsöngvarar Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda og er aðgangseyrir kr. 3.000,- (enginn posi) frítt fyrir 14 ára og yngri.
Lóuþrælar hvetja alla til að koma og eiga ánægjulega stund með þeim.