Maður fer ósjálfrátt að klóra sér þegar maður horfir á þetta myndband

Það er ótrúlega skrítið að þegar maður sér einhvern klóra sér þá fer maður ósjálfrátt að gera það líka hvort sem það eru dýr eða menn.

Tala nú ekki um þegar umræðan fer að snúast um lús og njálg ,sem er örugglega rætt á mörgum heimilum og saumaklúbbum um þessar mundir, því ef fólk á börn á leikskóla- eða skólaaldri þá eru foreldrar að fá tilkynningar frá skólunum í hverri viku núna um meðferðir gegn þessum óboðnu gestum. Ég hvet því alla til að lesa þessa pósta og fara eftir því sem er verið að óska að sé gert til að drepa niður þennan leiðindar faraldur sem virðist koma upp á hverju einasta ári. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir