Margir heimsækja Vesturfarasetrið

Margir hafa heimsótt Vesturfarasetrið á Hofsósi í sumar bæði Íslendingar og fólk af íslenskum ættum og freista þess að finna ættingja sína beggja vegna Atlandsála. Fyrir stuttu var hópur fólks úr Vesturheimi statt á Hofsósi á vegum ferðaskrifstofunnar Vesturheima ásamt fararstjóra sínum Jónasi Þór en hann hefur komið með hátt á annað hundrað manns á Hofsós í sumar.

-Þessar ferðir með Vestur-Íslendingana snúast að miklu leyti um að finna rætur þeirra. Fólk vill vita í rauninni, hvaðan kom ég, segir Jónas Þór þegar hann var spurður út í ferðirnar. -Við erum með kerfi sem virkar þannig að fólk sendir okkur upplýsingar um sig um veturinn og við byrjum að grafast fyrir um ættir þeirra og tengsl. Svo förum við í rútuferð um landið og erum þá búin að finna bóndabæi eða leifar af bæjum sem við skoðum eða heimsækjum. Jónas segir að oft komi ættingjar sem búið er að hafa samband við og sækja sitt fólk, býður því heim eða þjóta með það upp á fjöll eða hvert sem er til að sýna þeim landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir