Margir nýta sér flug í tengslum við millilandaflug

Mynd: Akureyri.is
Mynd: Akureyri.is

Frá því í febrúarlok hefur Icelandair boðið upp á beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar í tengslum við millilandaflug.  Áætlað er að fljúga samkvæmt áætlun, árið um kring, allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann en tvisvar í viku á sumrin. Flug þetta er eingöngu ætlað farþegum á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og er farþegum ekki heimilt að yfirgefa flugstöðina í Keflavík á milli flugferða.

Í viðtali á Rás 1 í vikunni sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túsista.is, að Ísland hafi haft nokkra sérstöðu hvað það varðar að hér hafi ekki verið neitt innanlandsflug í boði frá millilandaflugvelli en víðast hvar í löndunum í kringum okkur sé það stór hluti af allri umferð um stóru flugvellina. Eins og áður sagði hófst flugið í lok febrúar og hefur gengið vel, farþegum sem leið áttu um Akureyrarflugvöll fjölgaði um 23% í mars sé miðað við sama mánuð í fyrra. Reiknað er með að eitthvað dragi úr nýtingu á fluginu yfir sumartímann þar sem fleiri kjósi að aka um landið á þeim tíma.

Innanlandsflugið er hlutfallslega dýrara en millilandaflugið en á móti kemur að fólk sparar tíma og kostnað við akstur auk bílastæðakostnaðar á Keflavíkurflugvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir