María Björk Ingvadóttir nýr framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands

Steinunn Bergmann félagsráðgjafi og formaður Félagsráðgjafafélags Íslands ásamt Maríu Björk.
Steinunn Bergmann félagsráðgjafi og formaður Félagsráðgjafafélags Íslands ásamt Maríu Björk.

Á Facebook-síðu Félagsráðgjafafélags Íslands segir að María Björk Ingvadóttir hafi verið ráðin sem framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands og á að hefja störf þann 1. september. nk.

"Nú byrjar nýr og spennandi kafli í mínu lífi og hlakka ég til að takast á við alls konar verkefni með mínum allra bestu, félagsráðgjöfum, sem standa vaktina í mikilvægum störfum þjóðinni til heilla. Ég var svo heppin að velja mér þetta nám og starf í upphafi starfsferilsins og má því segja að ég sè komin heilan hring, búin að vera fréttakona, framkvæmdastjóri og frístundastjóri svo Effin hafa fylgt mér í starfsvali. Nú styttist í gott sumarfrí um leið og snjórinn kveður okkur," segir María Björk. 

María Björk starfaði áður hjá Byggðastofnun í tímabundnu starfi þar sem hlutverk hennar var að auka upplýsingamiðlun af verkefnum stofnunarinnar. Þar var María einnig með yfirumsjón með heimasíðunni, samfélagsmiðlum, fréttamiðlun til fjölmiðla og fræðslu til starfsfólks og stjórnenda í þeim tilgangi að auka sýnileika stofnunarinnar. 

Feykir óskar Maríu velfarnaðar í nýju starfi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir