Mengunarmælir á Sauðárkróki bilaður
feykir.is
Skagafjörður
04.11.2014
kl. 16.13
Mengunarmælir sá sem er í vörslu lögreglunnar á Sauðárkróki er bilaður og er unnið að viðgerð og ætti hann að komast í lag aftur einhvern næstu daga. Þetta kom í ljós þegar niðurstöður mælinga dagsins voru skoðaðar og bornar undir sérfræðing hjá Umhverfisstofnun.
Niðurstöður dagsins verða ekki skráðar eðli málsins samkvæmt. Frá þessu segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Sauðárkróki.