Miðflokkurinn heldur aukalandsþing á laugardaginn

Aukalandsþing Miðflokksins verður haldið nk. laugardag klukkan 13 á fjarfundarkerfinu Zoom. Í tilkynningu frá flokknum segir að til hafi staðið að halda reglulegt Landsþing flokksins en af augljósum ástæðum verði ekki um slíkt að ræða. Hins vegar er stefnt á að halda Landsþing í apríl 2021 þar sem kosið verður í embætti og fleira.

Ákveðið var að  boða til aukalandsþings þar sem lagabreytingar verða afgreiddar og skipulag flokksins gert skýrara. Skráning stendur nú yfir á heimasíðu Miðflokksins og eru flokksmenn hvattir til að skrá sig sem fyrst. Flokksmenn sem hyggjast sitja aukalandsþingið og vilja hafa atkvæðisrétt eru sérstaklega beðnir um að skrá sig til þátttöku sem allra fyrst svo hægt sé að ganga tímanlega frá kjörbréfum.

Allir félagar í Miðflokknum hafa seturétt á Landsþingi en sérstakar reglur gilda um atkvæðisrétt á þinginu. Norðvesturkjördæmi hefur alls 24 fulltrúa.

Nánar á heimasíðu flokksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir