Mikill hugur í skipuleggjendum vetrarhátíðar

Hin árlega vetrarhátíð í Skagafirði verður haldin dagana 19.-22. febrúar nk. Það er skíðadeild Tindastóls sem hefur haft veg og vanda af hátíðinni en fengið til liðs við sig fjölmarga aðila í Skagafirði, svo sem Sveitarfélagið Skagafjörð, Skagfirðingasveit, Slökkviliðið, Sauðárkrókskirkju, Byggðasafn Skagfirðinga og fleiri aðila.

Í hádeginu á fimmtudaginn var haldin spjallfundur um hátíðina á Kaffi Krók, þar sem aðilum að Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði gafst tækifæri til að kynna sér hátíðina og taka þátt í undirbúningi og framkvæmd hennar. Mikill vilji er fyrir þátttöku sem flestra aðila á svæðinu og geta áhugasamir komið hugmyndum að viðburðum eða þjónustu sem þeir vilja auglýsa samhliða dagskrár hátíðarinnar til verkefnastjóra, Áróru Ragnarsdóttur, gegnum netfangið aroracalvert@gmail.com.

Fleiri fréttir