Minningartónleikar um Skúla Einarsson

Skúli Einarsson á góðri stund. MYND AF FACEBOOK
Skúli Einarsson á góðri stund. MYND AF FACEBOOK
Minningartónleikar um Skúla Einarsson, bónda og tónlistarmann, sem féll frá í nóvember 2021, eftir langar og stranga baráttu við krabbamein. Til að heiðra minningu hans verða haldnir minningartónleikar þanni 21.október 2023 í Félagsheimilinu á Hvammstanga sem byrja klukkan 20:00.
 
Um viðburðinn segir:
Skúli steig sín fyrstu skref í tónlist 1970 og hafði á sinni ævi mikil áhrif á lista og menningarlífið í Húnaþingi. Hann stundaði nám í tónlistarskólanum í söng og gítarleik og lék á trommur með fjölmörgum hljómsveitum.
Skúli var mikill tónlistarmaður og frumkvöðull, stóð fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum í héraðinu. Hann var mjög virkur í félagsstörfum og í tónlistarlífi alla tíð.
Á tónleikunum verður flutt tónlist sem honum var hugleikin og ber vott um hans tónlistarferil. Fram koma söngvarar úr héraði og aðilar sem tengdust Skúla á vegferð hans. Undirleik annast hljómsveitin Krummafótur ásamt öðru tónlistarfólki úr héraðinu.
Við viljum nota þetta tækifæri og minnast Skúla og varpa ljósi á hve mikils virði hann var fyrir tónlistarstarf í héraðinu. Og kveðja hann á þennan hátt með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gaf okkur.
Miðaverð er 4.000 kr. og fer miðasala fram á adgangsmidi.is og við hurð. Allur ágóði af miðasölu rennur óskiptur í Velferðarsjóð Húnaþings vestra en það er sjóður sem Ólöf, eftirlifandi kona Skúla hefur styrkt. Njótum saman góðrar tónlistar og minnumst góðs vinar, bónda og tónlistarmanns. Miða á viðburðinn má nálgast á adgangsmidi.is  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir