Minnisvarði um Hrafna-Flóka afhjúpaður
Minnisvarði um Hrafna-Flóka landnámsmann var afhjúpaður í Fljótum sl. laugardag. Minnisvarðinn stuðlabergsdrangur er staðsettur skammt frá Siglufjarðarvegi í landi Ysta-Mós.
Það var innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson sem afhjúpaði minnisvarðann en hönnuður hans var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Áhugahópur um framfarir í Fljótum stóð fyrir framkvæmdinni. /ÖÞ
Ljósmyndir: Ægir Örn Ægisson
