Mikill hugur í nýrri stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls
Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastaliðinn fimmtudag. Á fundinum var kosin ný stjórn þar sem Jóhann Daði Gíslason heldur áfram sem formaður og Hjörtur Elefsen heldur áfram í stjórn. Elínborg Margrét Sigfúsdóttir var kjörin gjaldkeri deildarinnar og Heba Guðmundsdóttir verðir ritari.
Meðstjórnendur eru Arnar Magnússon, Eysteinn Ívar Guðbrandsson, Eysteinn Bessi Sigmarsson, Guðbrandur Jón Guðbrandsson, Hólmar Daði Skúlason, Íris Ósk Elefsen og Rúnar Guðmundsson.
Þau Magnús Helgason og Guðný Axelsdóttir hættu störfum eftir fimm ár í stjórn og var þeim þakkað fyrir vel unnin störf síðastliðinn ár.
Hefðbundin dagskrá lá fyrir fundin og lagður var fram ársreikningur fyrir árið 2025 þar sem mikill viðsnúningur varð á rekstri félagsins til hins betra. Vel var mætt á fundinn og mikil jákvæðni meðal fólks en framundan er spennandi ár hjá knattspyrnudeildinni og mikill hugur í nýrri stjórn.
