Mótmæla lágu afurðaverði

Mynd: Bbl.is
Mynd: Bbl.is
Aðalfundur Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldinn á Blönduósi þann 19. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem aðalfundurinn mótmælir harðlega því verði sem SAH-afurðir greiddu fyrir sauðfjárafurðir síðastliðið haust og skorar á fyrirtækið að greiða sambærilegt verð og aðrar afurðastöðvar gera.
 

Ályktunin er svohljóðandi:

„Aðalfundur Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps, haldinn á Blönduósi 19. febrúar 2018, mótmælir harðlega því verði sem SAH-afurðir greiddu fyrir sauðfjárafurðir síðastliðið haust, og aðalfundurinn skorar á fyrirtækið að greiða sambærilegt verð og aðrar afurðastöðvar gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir