Námsvísir Farskólans í burðarliðnum

Námsvísir Farskólans kemur í öll hús um mánaðarmótin ágúst/september. Námskeiðslýsingar eru hins vegar langflestar komnar inn á heimasíðu Farskólans undir hlekknum ,,námskeið". Sem dæmi um tómstundanámskeið má nefna fluguhnýtingar, prinsessugreiðslur, prjónanámskeið og fleira.

Áhersla er lögð á lengri námsleiðir þetta skólaár og Farskólinn hvetur fólk til að kynna sér lýsingu þeirra vel. Lengri námsleiðirnar eru samþykktar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og gefa framhaldsskólaeiningar, ef námsmenn standast kröfur námsins.

Flest námskeið eru í boði um allt Norðurland vestra. Allar upplýsingar og skráningar eru í síma 455 - 6010 og og á heimasíðu Farskólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir