Nauðsynlegar og vita gagnslausar upplýsingar í bland!

Eitt af því sem Fröken Fabjúlöss hefur óhugnalega gaman að er að afla sér upplýsinga um allskyns nytsamlega og ónytsamlega hluti á hinu ógurstóra alneti!
Í gegnum tíðina hefur Dívan aflað að sér ógrynni af misnytsamlegum fróðleik, og í tilefni þessa fallega föstudags ákvað hún að smella í lista yfir misgáfuleg- og skemmtileg ráð til að bæta, krydda, auðvelda og lita lífið! Þar sem margt af þessu hefur ekki verið persónulega prófað af fagteymi Fabjúlössmans fríar Frökenin sig allri ábyrgð á sannleiksgildi. Sitthvað hefur Frökenin þó að segja um fróðleikinn og er hennar innslag, ef eitthvað er, í bleiku (en ekki hvað?):

1. Rohypnol (nauðgunarlyfið) er með mikið saltbragð. Ef drykkurinn þinn er allt í einu mjög saltur, hættu þá TAFARLAUST að drekka hann!!!
Þetta er eitthvað sem ALLIR ættu að vita!

2. 11 fæðutegundir sem hraða á efnasamskiptum í líkamanum: Möndlur, spínat, kalt vatn, kalkúnakjöt, lax, haframjöl, bláber, kaffi, engifer, jógúrt og grænt te!
Kaffi!! Það er til guð!!!!

3.Ef barnið þitt skrifar bréf til uppáhalds Disney persónunnar sinnar, fá þau senda áritaða mynd til baka. Heimilisfangið til að senda bréfin á er:
ATTN: "nafn persónunnar á ensku"
Walt Disney Communications
PO Box 10040
Lake Buena Vista, FL
32830-0040
Æji þetta er bara krúttlegt!

4. Á almenningsklósettum er best að nota básinn næst innganginum. Hann er yfirleitt hreinastur þar sem hann er minnst notaður!
Vísindalegt sannleiksgildi þessarar rannsóknar hefur ekki verið sannreynt af meðlimum heimsveldis Fabjúlössmans!

5. Ef að bolur minnkar í þvotti, láta hann liggja í ísvatni blönduðu með bolla af hárnæringu í ca klukkutíma, það stækkar hann aftur í stærðina sem hann var upprunalega.

6. Sex fæðutegundir til að vinna á móti bólóttri húð: Möndlur, vatnsmelónur, grænt te, appelsínur, gulrætur og spínat.

7.Köngulær hata piparmyntuolíu. Blandaðu smá piparmyntuolíu saman við vatn og settu í úðabrúsa. Úðaðu blöndunni á svæðin sem köngulærnar eru fluttar á og fylgstu með þeim flytja út hið snarasta!
Ooooooooog piparmyntuolía seldist upp í Kaupfélaginu!

8. Foreldrar 7-16 ára barna geta auðveldlega stjórnað þeim á almannafæri. Það eina sem þau þurfa að gera er að hóta því að syngja "The circle of life" úr Lion King (byrjunaröskrið og allt) fullum hálsi ef ekki er farið algjörlega að þeirra óskum og barnið/unglingurinn mun haga sér eins og hugur foreldrisins!
Fröken Fabjúlöss lýsir eftir sjálfboðaliðum í þetta tilraunaverkefni!

9. Stinga fingrunum í eyrun í nokkrar sekúndur stoppar hiksta!

10. Lekur úr nefinu? Þrýstu tungunni upp í góminn og ýttu með fingrinum á svæðið á milli augnabrúna og haltu í 20 sekúndur, það ætti að stoppa rennslið.

11. Ertu að kaupa eitthvað beint af apple.com? Bættu því í "körfuna" en bíddu með að kaupa það. Eftir 7-10 daga færðu 15-20% afslátt á hlutinn!

12. Ef þú ert í vafa um hvað á að vera í kvöldmatinn, loggaðu þig þá inn á MyFridgeFood.com og skráðu þar inn það sem er í ísskápnum þínum og síðan segir þér hvað þú getur búið til úr því!
Þessi síða er komin í favorites hjá öllum hérna í heimsveldi Fab!

13. Ef þú ert að reyna að draga úr sykurneyslu en vantar eitthvað til að svala sykurþörfinni, frystu þá banana. Þeir verða sætari við frystingu og þú ert kominn með gott snakk.

14.Ef þú ert í vandræðum með að sofna, blikkaðu augunum hratt í eina mínútu. Þreytt augu gera þér auðveldara fyrir að sofna.

15.Randaflugur eru saklausar og vingjarnlegar, vespur eru ruddar og hálfvitar! Vertu með muninn á þessu á hreinu!
Flöffí og loðið eru vinir, hárlaust og röndótt eru drullusokkar!

16. Það að drekka eina teskeið af eplaediki á hverjum morgni getur hjálpað til við að halda gigtarverkjum niðri yfir daginn.
Þetta mun Frökenin gera tilraunir með og athuga hvort mælanlegur munur finnist!

17. Áhrifaríkasta hóstameðalið er hunang!

18. Það að standa í klukkutíma brennir 120 kaloríum.

19. Það að stunda líkamsrækt áður en þú ferð að sofa lætur vöðvana brenna fleiri kaloríum á meðan þú sefur.

20. Þegar þú ert að flytja, passaðu upp á að verkfærakassinn er það seinasta sem þú setur í bílinn og það fyrsta sem þú tekur úr honum!

Skemmtilegt að vita, eða hvað??

Með von um að eitthvað af þessu gagnist einhverjum óskar Fröken Fabjúlöss ykkur dásamlegra tíma um helgina!

Fleiri fréttir