Nemandi í Höfðaskóla hlaut viðurkenningu í smásagnasamkeppni FEKÍ

Frá verðlaunaafhendingunni. Talið frá vinstri: Samuel Lefever, formaður FEKÍ, Helga Gunnarsdóttir, enskukennari við Höfðaskóla, Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir verðlaunahafi, Eliza Reid forsetafrú og Þórunn Sleight úr stjórn FEKÍ. Mynd: Íris Rut Agnarsdóttir.
Frá verðlaunaafhendingunni. Talið frá vinstri: Samuel Lefever, formaður FEKÍ, Helga Gunnarsdóttir, enskukennari við Höfðaskóla, Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir verðlaunahafi, Eliza Reid forsetafrú og Þórunn Sleight úr stjórn FEKÍ. Mynd: Íris Rut Agnarsdóttir.

Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir, nemandi í 10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd, vann nýverið til verðlauna í smásagnasamkeppni Félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ) fyrir sögu sína, Dreams, og tók hún við viðurkenningu úr hendi Elizu Reid, forsetafrúar, á Bessastöðum sl. fimmtudag.

Þetta er áttunda árið sem FEKÍ efnir til smásagnasamkeppni. Henni er skipt í fjóra aldurshópa, 5. bekk og yngri, nemendur 5.-7. bekkjar, nemendur í 8.-10. bekk og framhaldsskólanemendur og getur hver skóli sent þrjár sögur fyrir hvern hóp. Er þetta í annað sinn sem nemendur Höðfaskóla taka þátt í henni með afbragðsárangri en á síðasta ári hlaut Laufey Lind Ingibergsdóttir verðlaun í sínum flokki. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir