Níu í einangrun á Norðurlandi vestra

Níu einstaklingar eru í einangrun á Norðurlandi vestra, samkvæmt tölum aðgerðastjórnar svæðisins. Eitt nýtt smit greindist frá því í gær en viðkomandi var í sóttkví en alls sæta 17 aðilar nú sóttkví sem er mikil fækkun milli daga þar sem áður voru 39 manns í því úrræði, og í fyrsta sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póstnúmerum á Norðurlandi vestra.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að sú niðurstaða sé ánægjuleg og vonast aðgerðastjórn að það sýni að samfélagssmit sé ekki mikið í nærumhverfinu eða að tekist hafi að ná utan um það. „Það kemur í ljós núna á næstu dögum. En verum á tánum. Við náum árangri saman,“ segir í færslunni.

Alls voru 27 innanlandssmit sl. frá mánudegi til þriðjudags en samkvæmt covid.is voru 872 í einangrun í gær, 74 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Af þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Íslandi eru 16 látin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir