Nokkur lauf að norðan
Töfrakonur/ Magic Women ehf hafa nú gefið út smásagnasafnið “ Nokkur lauf að norðan”, sem er safn smásagna eftir fimmtán höfunda. Á bókarkápu stendur: Í smásagnasafni þessu birtast sögur íslenskra höfunda sem hafa sterkar taugar norður í land.
Hér stíga á stokk: Gudrun M.H. Kloes, Jóhanna Kristín Atladóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Snæhólm Baldursdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Þuríður Guðmundsdóttir, Þórunn S. Ólafsdóttir, Þórarinn Torfason, Guðrún Angantýsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Birgitta Hrönn Halldórsdóttir, Sigurbjörg Árdís Indriðadóttir, Bylgja Guðrún Brynjólfsdóttir og Jóhanna Helga Halldórsdóttir.
Ágæti lesandi, við óskum þess að þú njótir laufanna okkar að norðan, segja Töfrakonur.