„Nú koma jól“ í Jólalagakeppni Rásar 2
Skagfirðingurinn Snorri Evertsson á lag í Jólalagakeppni Rásar 2 sem nú er haldin í níunda sinn. Dómnefnd valdi tíu lög til að keppa til úrslita, en alls bárust tæplega 100 lög í keppnina í ár.
„Nú koma jól“ kallast jólalagið hans Snorra, við texta eftir Erlend Hansen og er sungið af Ernu Hrönn Ólafsdóttur. Hægt er að kjósa lagið á heimasíðu Rásar 2 en dagana 7.-14. desember munu úrslitalögin hljóma á milli kl. 9 og 16 á Rás 2. Fimmtudaginn 15. desember verður svo tilkynnt hvaða lag fær þann heiður að vera útnefnt Jólalag Rásar 2 árið 2011.