Nýir eigendur að Hótel Tindastól

Eigendaskipti hafa orðið á Hótel Tindastól á Sauðárkróki en Tómas Árdal og Selma Hjörvarsdóttir hafa keypt allan rekstur þess. Þau Tómas og Selma hafa undanfarin ár rekið Gistiheimilið Miklagarð við Kirkjutorg og Hótel Miklagarð sem starfrækt er í heimavist FNV á sumrin.

Formleg eigendaskipti fóru fram þann 10. júní sl. en þess má geta að Ágúst og Guðbjörg hafa rekið Hótel Tindastól síðustu 7 árin við góðan orðstír.

Fleiri fréttir