„Nýprent Open“ haldið í 6. skiptið á Hlíðarendavelli

Sunnudaginn 1. júlí sl. var „Nýprent Open“ barna- og unglingagolfmótið haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna-og unglinga og var þetta mót númer 2 í röðinni en mótin eru 4. Mótið er kynja-og aldursskipt og einnig er spilað í byrjendaflokkum. Eldri flokkarnir spiluðu 18 holur en 12 ára og yngri og byrjendur spiluðu 9 holur. 

Það voru 75 kylfingar sem mættu til leiks á þessu móti víðs vegar af Norðurlandi. Frá Akureyri (GA) komu 27, frá Húsavík (GH ) kom 1, frá Dalvík (GHD) komu 16, frá Ólafsfirði (GÓ) komu 6, frá Blönduósi ( GÓS) kom 1 og loks frá Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS) komu 24. Mótið tókst mjög vel í alla staði og veðurguðirnir voru líka mjög hliðhollir.

Kylfingar úr Golfklúbbi Sauðárkróks stóðu sig mjög vel og aldrei hafa fleiri kylfingar frá klúbbnum tekið þátt í mótaröðinni. Sigríður Eygló Unnarsdóttir sigraði í 17-18 ára flokknum og einnig Arnar Geir Hjartarson í sama flokki, Þröstur Kárason varð í 3.sæti í sama flokki.

Í flokki 15-16 ára varð Aldís Ósk Unnarsdóttir í 2. sæti. Í flokki 14 ára og yngri varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti. Hákon Ingi Rafnsson varð í 2. sæti í flokki 12 ára og yngri. Í byrjendaflokki varð Viktor Kárason í 2.sæti og Daníel Ingi Halldórsson í því 3. Aldís Ósk var síðan með flesta punkta af stelpunum.

Nýprentsmeistarar voru síðan krýndir en þá nafnbót hljóta þau sem fara á fæstum höggum.  Það voru Dalvíkingarnir Arnór Snær Guðmundsson og Birta Dís Jónsdóttir sem varðveita farandbikarana næsta árið.

Texti og myndir: Hjörtur Geirmundsson.

Öll úrslit koma hér ásamt aukaverðlaunum.

17-18 ára stúlkur
1. Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS 89 högg
2. Jónína Björg Guðmunsdóttir GHD 91 högg
 
17-18 ára strákar
1. Arnar Geir Hjartarson GSS 82 högg
2. Björn Auðunn Ólafsson GA 83 högg
3. Þröstur Kárason GSS 94 högg
 
15-16 ára stúlkur
1. Birta Dís Jónsdóttir GHD 84 högg
2. Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 87 högg
3. Þórdís Rögnvaldsdóttir GHD 90 högg
 
15-16 ára strákar
1. Ævarr Freyr Birgisson GA 76 högg
2. Tumi Hrafn Kúld GA 77 högg
3. Víðir Steinar Tómasson GA 84 högg
 
14 ára og yngri stelpur
1. Ólöf María Einarsdóttir GHD 95 högg
2. Matthildur Kemp Guðnadóttir GSS 99 högg
3. Magnea Helga Guðmunsdóttir GHD 106 högg
 
14 ára og yngri drengir
1.Arnór Snær Guðmundsson GHD 74 högg
2. Daníel Hafsteinsson GA 77 högg
3. Stefán Einar Sigmundsson GA 83 högg
 
12 ára og yngri stelpur
1. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD 61 högg e.bráðabana
2. Ásrún Jana Ásgeirsdótir GHD 61 högg
3. Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 62 högg
 
12 ára og yngri drengir
1. Sveinn Margeir Hauksson GHD 51 högg
2. Hákon Ingi Rafnsson GSS 53 högg
3. Brimar Jörvi Guðmundsson GA 59 högg
 
Byrjendaflokkur stelpur
1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 49 högg
2. Íris Katla Jónsdóttir GA 53 högg
3. Jana Þórey Bergsdóttir GA 55 högg
 
Byrjendaflokkur drengir
1. Mikael Máni Sigurðsson GA 38 högg
2. Viktor Kárason GSS 46 högg
3. Daníel Ingi Halldórsson GSS 49 högg
 
Flestir punktar á 18 holum
Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 40 pkt
Arnór Snær Guðmundsson GHD 40 pkt
 
Nýprentsmeistar fyrir fæst högg á 18 holum
Birta Dís Jónsdóttir GHD 84 högg
Arnór Snær Guðmundsson GHD 74 högg
 
Næst holu á 6. braut
17-18 ára Björn Auðunn Ólafsson GA
15-16 ára Reynir Örn Hannesson GH
14 ára og yngri Daníel Hafsteinsson GA
12 ára og yngri Amanda Guðrún Bjarnad.GHD
Byrjendaflokkur Jana Þórey Bergsd. GA
 
Vippkeppni
17-18 ára Jónína Björg Guðmunsd. GHD
15-16 ára Tumi Hrafn Kúld GA
14 ára og yngri Elvar Ingi Hjartarson GSS
12 ára og yngri Hákon Ingi Rafnsson GSS
Byrjendaflokkur Monika Birta Baldvinsd. GA

.

Fleiri fréttir