Nýr sveitarstjóri þarf að stíga fast á bremsuna

 

-Gjörið þið svo vel og fáið ykkur af góðgerðunum því mér sýnist að nýr sveitarstjóri þurfi að stíga svo fast á bremsuna að það verði lítið um svona lagað hér eftir, sagði Guðmundur Guðlaugsson um leið og hann bauð nýjan sveitastjóra Skagafjarðar Ástu B. Pálmadóttur velkomna í nýtt starf nú í morgun.

 Guðmundur sagist kveðja ráðhúsið með bæði létti en þó trega og óskaði nýjum sveitarstjóra velfarnaðar en haldið var kaffisamsæti í ráðhúsi Skagafjarðar í morgun þegar nýr sveitarstjóri tók formlega við lyklavöldum í húsinu.

Aðspurð um arftaka sinn sem útibússtjóra í Landsbankanum á Sauðárkróki sagði Ásta að hún hefði fengið þær fréttir að hann tæki við nú eftir helgina en ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi útibústjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir