Nytjamarkaður á Hofsósi

Nytjamarkaður verður haldinn í Grunnskólanum Hofsósi nú yfir helgina. Að markaðnum standa áhugasamir íbúar og vilja þeir koma því á framfæri að ef fólk vill gefa vörur þá þiggja þeir allt milli himins og jarðar. Svo er fólk að sjálfsögðu hvatt til að kíkja við og gera góð kaup.

Opnunartímar markaðirins eru sem hér segir:

Föstudagur 9. júlí kl. 16-22
Laugardagur 10. júlí kl. 13-19
Sunnudagur 11. júlí kl. 13-16

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir