Nýtt atvinnuhúsnæði rís á Miðholti

Kampakátir aðstandendur verkefnisins þeir Ásgeir, Guðmundur, Björn og Kristján þegar fyrsta skóflustungan var tekin í síðustu viku. Mynd: Blönduós.is.
Kampakátir aðstandendur verkefnisins þeir Ásgeir, Guðmundur, Björn og Kristján þegar fyrsta skóflustungan var tekin í síðustu viku. Mynd: Blönduós.is.

Fyrsta skóflustungan var tekin af 1.739 m2 húsnæði að Miðholti 1. þann 14. apríl sl. en á vef Blönduósbæjar kemur fram að um sé að ræða límtréshús, klætt samlokueiningum á steyptum sökkli.

Húsið mun skiptast í ellefu misstórar einingar og verður ýmiskonar starfsemi í húsnæðinu. Það voru þeir Ásgeir Blöndal, Guðmundur Ingþórsson, Björn Friðriksson og Kristján Kristófersson sem tóku fyrstu skóflustunguna. Framkvæmdir eru hafnar og stefnt er á að húsið verði risið um næstu áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir